Gylfi víkur sæti í bankaráðinu

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/​Hari

„Við bíðum eftir bréfi frá forsætisráðherra þar sem óskað er tilnefninga í hæfnisnefnd. Bréfið er ekki komið en ég reikna með að það komi á næstunni. Þá þarf bankaráðið að koma saman. Gylfi mun að sjálfsögðu víkja sæti.“

Þetta segir Þórunn Guðmundsdóttir, varaformaður bankaráðs Seðlabanka Íslands í Morgunblaðinu í dag. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, er meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra.

Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að skipa skuli þriggja manna nefnd sem hafi það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda. „Skal einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar,“ segir í lögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert