Húsnæðismál embættisins í skoðun

Embætti landlæknis á Barónsstíg þar sem gamla Heilsuverndarstöðin var áður …
Embætti landlæknis á Barónsstíg þar sem gamla Heilsuverndarstöðin var áður til húsa. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Óháður matsmaður sem skoðaði húsnæði embættis landlæknis við Barónsstíg vegna gruns um myglu hefur skilað áliti sínu. Alma D. Möller landlæknir staðfestir þetta en segist ekki geta tjáð sig um innihald skýrslunnar að svo stöddu.

Hún segir það skýrast á næstu vikum hver næstu skref verða í húsnæðismálum hjá embættinu. 

Þessi óháði matsmaður er sá þriðji sem kallaður er til að rannsaka húsnæðið með tilliti til rakaskemmda og myglu. Áður höfðu bæði eigandi húsnæðisins og land­læknisembættið fengið fyr­ir­tæki til þess að rann­saka hús­næðið og þær niður­stöður stönguðust á. 

Um þriðjung­ur starfs­manna land­læknisembætt­is­ins hef­ur fundið fyr­ir áhrif­um myglu í húsnæðinu. Þeir þurftu ýmist að færa starfsstöðvar sínar á milli í húsnæðinu eða fara í aðra byggingu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert