Nú er loks unnið að því að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, í Karphúsinu í Borgartúni.
mbl.is færir lesendum frekari tíðindi af efnislegu innihaldi kjarasamninganna og viðtöl við verkalýðsleiðtoga og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins innan skamms.
Nú geta samningsaðilar leyst frá skjóðunni um þær viðræður sem hafa staðið yfir síðustu vikur og mánuði, en algjör trúnaður hefur ríkt um efni samninganna.
Því hefur þó verið lýst að í þessum kjarasamningum felist „ný nálgun“ við gerð kjarasamninga hérlendis.
Ríkisstjórnin ætlar að kynna þær tillögur sem hún hefur lagt fram til deiluaðila í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu eftir augnablik. Þar verður einnig farið yfir efnislegt innihald kjarasamninganna.