Liðsmenn Sigur Rósar neituðu sök

Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og Georg Holm, bassaleikari …
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, koma í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert

„Ég er saklaus,“ sagði Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommuleikari Sigur Rósar, þegar skattamál hljómsveitarinnar og endurskoðanda hennar voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Orri Páll, Jón Þór Birgisson, Georg Holm og Kjartan Sveinsson, fyrrverandi og núverandi liðsmenn Sigur Rósar, eru ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Auk þess er einn endurskoðandi ákærður.

Georg Holm og Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommuleikari Sigur Rósar.
Georg Holm og Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommuleikari Sigur Rósar. mbl.is/Eggert

Allir komu þeir, nema endurskoðandinn, fyrir dóm í morgun og neituðu sök. Fyrirtaka í málinu, eða málunum fjórum, verður 20. maí.

All­ir eru þeir, nema Kjart­an Sveins­son, ákærðir fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skattafram­töl­um gjaldár­in 2011 til og með 2014. Í ákæru Kjart­ans kem­ur fram að hann hafi staðið skil á efn­is­lega röng­um skattafram­töl­um 2012 og 2014.

Ákært er fyrir skattsvik upp á 150 milljónir króna.

Jóni Þór, söngv­ara sveit­ar­inn­ar, er gefið að sök að hafa komið sér und­an greiðslu tekju­skatts upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir króna og fjár­magn­s­tekju­skatts upp á 13 millj­ón­ir. 

Orri Páll Dýra­son, sem hætti í Sig­ur Rós síðasta haust, er ákærður fyr­ir að hafa kom­ist hjá greiðslu tekju­skatts upp á 36 millj­ón­ir og fjár­magn­s­tekju­skatts upp á 9,5 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert