„Lífskjarasamningar“ metnir á 100 milljarða

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar inniheldur tugi aðgerða.
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar inniheldur tugi aðgerða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í hinum svokölluðu „lífskjarasamningum“ ríkisstjórnarinnar eru tugir aðgerða. Í honum er meðal annars hækkun ráðstöfunartekna lægsta tekjuhópsins um tíu þúsund krónur á mánuði, þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, úrræði fyrir fyrstu kaupendur húsnæðis um að fá sérstök lán eða til að nýta hluta af lífeyrisiðgjaldagreiðslum sínum til að komast inn á húsnæðismarkað og framlenging á nýtingu séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán til sumarsins 2021. Þetta kemur fram á Kjarnanum.

Samkvæmt frétt Kjarnans metur ríkisstjórnin samningana á 100 milljarða króna. Til stóð að kynna þá í gær en var frestað á síðustu stundu. Stefnt er að því að þeir gildi fram í nóvember 2022 og á þetta framlag að greiða fyrir gerð kjarasamninga.  

Samkvæmt heimildum Kjarnans eru fjölmargar tillögur um húsnæðismál sem snúa bæði að fyrstu kaupum og bættri stöðu leigjenda. Ein stærsta aðgerðin snýr að skipulagi Keldnalands sem verður gerð í samvinnu við Reykjavíkurborg. 

Skipta á lögbundnu iðgjaldi, sem er 15,5 prósent, þannig að 3,5 prósent þess verði skilgreint sem „tilgreind séreign“. Þann hluta verður hægt að nota til húsnæðiskaupa. 

Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert