Mál Sigur Rósar þingfest í dag

Hljómsveitin Sigur Rós.
Hljómsveitin Sigur Rós. mbl.is/Eggert

Skattsvikamál hljómsveitarinnar Sigur Rósar og endurskoðanda hennar verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Allir fjórir liðsmenn sveitarinnar eru ákærðir. Um er að ræða Jón Þór Birg­is­son, Georg Holm, Kjart­an Sveins­son og Orra Pál Dýra­son. Þeir eru ákærðir fyr­ir að telja ekki fram tekj­ur eða arðgreiðslur. 

All­ir eru þeir, nema Kjart­an Sveins­son, ákærðir fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skattafram­töl­um gjaldár­in 2011 til og með 2014. Í ákæru Kjart­ans kem­ur fram að hann hafi staðið skil á efn­is­lega röng­um skattafram­töl­um 2012 og 2014.

Ákært er fyrir skattsvik upp á samtals 150 milljónir. 

Jóni Þór, söngv­ara sveit­ar­inn­ar, er gefið að sök að hafa komið sér und­an greiðslu tekju­skatts upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir króna og fjár­magn­s­tekju­skatts upp á 13 millj­ón­ir. 

Orri Páll Dýra­son, sem hætti í Sig­ur Rós síðasta haust, er ákærður fyr­ir að hafa kom­ist hjá greiðslu tekju­skatts upp á 36 millj­ón­ir og fjár­magn­s­tekju­skatts upp á 9,5 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert