Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum

Jón Þór Birg­is­son, söngv­ari Sig­ur Rós­ar, í héraðsdómi í dag …
Jón Þór Birg­is­son, söngv­ari Sig­ur Rós­ar, í héraðsdómi í dag þegar skattamál sveitarinnar var þingfest. mbl.is/Eggert

Meint skattsvik Jóns Þórs Birgissonar, söngvara í Sigur Rós, og endurskoðanda hans, Gunnars Þórs Ásgeirssonar, nema samtals 190 milljónum króna. Jón og Gunnar voru við þingfestingu í morgun ákærðir fyrir að komast undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir, sem og 43 milljónum.

Ákæran um brotin sem nema 146 milljónum króna var lögð fram við þingfestingu meintra skattsvika liðsmanna Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran varðar Jón og félag í hans eigu, Frakk slf.

Greint er frá því í frétt RÚV að samkvæmt ákæru sé Jóni og endurskoðandanum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015.

Þar hafi þeir ekki talið fram rekstrartekjur félagsins Frakks, sem námu rúmum 700 milljónum, og þannig komist undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka