Miðbærinn stendur hjarta nær

Jói slakur í búðinni. Nokkur verk með húsamyndum Jóa prýða …
Jói slakur í búðinni. Nokkur verk með húsamyndum Jóa prýða vegg í hamingjulit í verslun hans, Hjarta Reykjavíkur. mbl.is/RAX

„Eins mikið og ég hef mært myndlistina fyrir frelsið sem hún veitir mér þá finn ég fyrir gríðarlegu frelsi í þessum rekstri,“ segir Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður sem opnaði verslunina Hjarta Reykjavíkur á Hjartatorgi. Hann segir sig ekki hafa órað fyrir því að hann ætti eftir að fara út í fyrirtækjarekstur.

Miðbær Reykjavíkur er uppáhaldsmiðbærinn minn. Ég ólst upp á Framnesveginum, þaðan er stutt að ganga í miðbæinn og fyrir vikið var ég mikið þar sem krakki og unglingur. Strax og ég hafði vit og getu þá flutti ég í miðbæinn og hef búið á ótal stöðum þar öll mín fullorðinsár. Og nú er komið að mér að kveikja líf á þessu nýja torgi hér, Hjartatorgi, þar sem áður var Hjartagarðurinn. Hér verður gott að sitja úti í sumar og ég er svo heppinn að kvöldsólin mun lifa lengst utan við mitt rými,“ segir Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður sem opnaði nýlega verslun sína, Hjarta Reykjavíkur, á fyrrnefndu torgi neðarlega við Laugaveg. Þar selur hann ýmsan varning með áprentuðum húsamyndum, myndum sem hann hefur teiknað af mikilli nákvæmni af húsum miðbæjarins. Einnig selur hann plaköt með sömu teikningum, póstkort, púsluspil og auðvitað bækur sem geyma öll húsin hans.

„Ég er rétt að byrja, búðin er enn hálfköruð og margar vörur á leiðinni, kaffikrúsir, klukkur, glasamottur, viskastykki og fleira, allt með áprentuðum húsateikningum mínum. Ég líta á þetta sem hönnun og grafík en ekki endilega sem myndlist. Nytjavaran hefur tekið yfir í því sem ég er að skapa og myndlistin er í pásu. Myndlistin hefur verið helgireitur fyrir mér, en eins mikið og ég hef mært myndlistina fyrir frelsið sem hún veitir mér, þá finn ég fyrir gríðarlegu frelsi í þessum rekstri. Mér finnst virkilega gaman að geta þróað vörur og gert það sem mig langar,“ segir Jói og bætir við að hann ætli líka að setja upp vefverslun fyrir Hjarta Reykjavíkur.

Sjá samtal við Jóhann Ludwig Torfason í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert