„Eins mikið og ég hef mært myndlistina fyrir frelsið sem hún veitir mér þá finn ég fyrir gríðarlegu frelsi í þessum rekstri,“ segir Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður sem opnaði verslunina Hjarta Reykjavíkur á Hjartatorgi. Hann segir sig ekki hafa órað fyrir því að hann ætti eftir að fara út í fyrirtækjarekstur.
„Ég er rétt að byrja, búðin er enn hálfköruð og margar vörur á leiðinni, kaffikrúsir, klukkur, glasamottur, viskastykki og fleira, allt með áprentuðum húsateikningum mínum. Ég líta á þetta sem hönnun og grafík en ekki endilega sem myndlist. Nytjavaran hefur tekið yfir í því sem ég er að skapa og myndlistin er í pásu. Myndlistin hefur verið helgireitur fyrir mér, en eins mikið og ég hef mært myndlistina fyrir frelsið sem hún veitir mér, þá finn ég fyrir gríðarlegu frelsi í þessum rekstri. Mér finnst virkilega gaman að geta þróað vörur og gert það sem mig langar,“ segir Jói og bætir við að hann ætli líka að setja upp vefverslun fyrir Hjarta Reykjavíkur.
Sjá samtal við Jóhann Ludwig Torfason í heild í Morgunblaðinu í dag.