Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var í mars. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl. Þórólfur Árnason, núverandi forstjóri stofnunarinnar, er á meðal umsækjenda.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og tekur skipunin gildi 6. ágúst næstkomandi, að því er segir í tilkynningu.
Umsækjendur um embætti forstjóra Samgöngustofu:
Aðalsteinn Magnússon rekstrarhagfræðingur
Dagmar Sigurðardóttir sviðsstjóri
Einar Örn Héðinsson framkvæmdastjóri
Friðrik Ólafsson verkfræðingur
Geirþrúður Alfreðsdóttir verkfræðingur og flugstjóri
Guðjón Skúlason forstöðumaður
Guðmundur I. Bergþórsson verkefnastjóri
Hafsteinn Viktorsson forstjóri
Halla Sigrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
Halldór Ólafsson Zoëga deildarstjóri
Hlynur Sigurgeirsson hagfræðingur
Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðsstjóri
Jón Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri
Jón Karl Ólafsson ráðgjafi
Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri
Margrét Hauksdóttir forstjóri
Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri
Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi
Sigrún Birna Sigurðardóttir ráðgjafi
Stefán Vilbergsson verkefnastjóri
Trausti Harðarson ráðgjafi
Þorkell Hróar Björnsson framkvæmdastjóri
Þórólfur Árnason forstjóri
Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Í nefndinni eiga sæti Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.