Streymt beint frá fundi um íbúðamál

Streymt er beint frá fundinum sem fjallar um húsnæðismál ungs …
Streymt er beint frá fundinum sem fjallar um húsnæðismál ungs fólks og tekjulágra. mbl.is/Sigurður Bogi

Streymt verður beint frá kynningarfundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í Borgartúni þar sem ný skýrsla starfshóps félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað verður kynnt.

Fundurinn stendur yfir frá klukkan 11 til 12 á vefnum www.ils.is og verður upptaka af fundinum aðgengileg að honum loknum.

Formaður starfs­hóps­ins, Frosti Sig­ur­jóns­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra og full­trú­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar munu á fund­in­um fjalla um til­lög­urn­ar, fyr­ir hverja þær eru hugsaðar og hvernig þær muni skapa jafn­ari stöðu á hús­næðismarkaði en áður hef­ur verið, seg­ir enn frem­ur. Til­lög­urn­ar séu alls í 14 liðum og fela meðal ann­ars í sér tvær nýj­ar teg­und­ir hús­næðislána sem ekki hafa sést á Íslandi áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka