Teslan tekin af Magnúsi

Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri United Silicon. Ljósmynd/Aðsend

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Tesla-bifreið Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, yrði gerð varanlega upptæk. Bíllinn er með einkanúmerið NOC02. Að öðru leyti stendur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur sem Magnús fékk fyrir hraðakstur í Héraðsdómi Reykjaness óraskaður.

Magnús þarf að greiða rúmar 1,3 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti, en dómsuppsaga var í málinu kl. 14 í dag.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness dæmdi Magnús í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi, svipti hann öku­rétt­ind­um í tólf mánuði og til að greiða öku­manni sem slasaðist í slys­inu 600 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur. Saksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þyngri dóms og að Tesla-bifreið Magnúsar yrði gerð upptæk.

Héraðsdóm­ur hafnaði var­an­legri upp­töku bíls­ins, sem sak­sókn­ari fór hins veg­ar fram á að verði gert. Það mun vera stór hluti ástæðu þess að ákæru­valdið ákvað að áfrýja dómn­um til Lands­rétt­ar.

Saksóknari fer fram á að Tesla Magnúsar verði gerð upptæk.
Saksóknari fer fram á að Tesla Magnúsar verði gerð upptæk. mbl.is/Golli

Magnús var ákærður fyrir hraðaakstur á Reykjanesbraut í desember 2016 og fyrir að hafa valdið umferðarslysi. Maðurinn sem slasaðist í umferðarslysinu er hlaut 10% örorku og fer réttargæslumaður hans fram á eina milljón króna í miskabætur.

Kveðst hafa hnerrað með fyrrgreindum afleiðingum

Fyr­ir héraðsdómi neitaði Magnús sök og sagðist hafa vandað sig við akst­ur­inn. Hann hafi ætlað fram úr hinni bif­reiðinni en þá hnerrað skyndi­lega með þeim af­leiðing­um að hann hafi misst stjórn á bif­reið sinni.

Við þetta hafi Tesla-bif­reið hans lent með hægra fram­hornið á vinstra aft­ur­hornið á Toyota-bif­reið. Viður­kenndi Magnús að hafa ekið of hratt miðað við aðstæður en vildi meina að hann hefði ekki verið á 183 kíló­metra hraða á klukku­stund eins og fram kom í ákæru. Taldi hann að það gæti ekki staðist að hann hefði ekið á svo mikl­um hraða.

Rann­sókn­ir á bif­reiðinni sýndu að um 25 sek­únd­um fyr­ir árekst­ur­inn hafi bif­reiðin verið á 183 km/​​klst. hraða en einni sek­úndu fyr­ir hann á 116 km/​​klst. hraða. Magnús taldi að síðari tal­an væri sú rétta en hann hafi ekki verið að fylgj­ast með hraðamæl­ing­um. Hins veg­ar gæti skýr­ing­in á hærri töl­unni verið sú að hann hafi spólað þegar hann hnerraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert