Átak í aðgengismálum fatlaðra

„Við höfum barist fyrir því lengi að sett verði á fót eftirlit með aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum en þetta eftirlit hefur í besta falli verið handahófskennt fram að þessu,“ segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri aðgengismála hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), en bandalagið er að hleypa af stokkunum átaki þar sem úttekt verður gerð að aðgengismálum fatlaðra.

Að sögn Stefáns hafa útfærslur á aðgengi fyrir fatlaða ekki alltaf verið hugsaðar til enda sem helgast ekki síst af því að skort hefur ákveðna þekkingu á þessum málum gegnum tíðina.

„Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli á þessum málum og benda á helstu hindranir fyrir fatlað fólk,“ segir Stefán en tvær konur, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir, hafa verið ráðnar til að gera úttektina. Munu þær á næstu mánuðum fara á hina ýmsu staði, svo sem í opinberar byggingar, stærri verslanir og fleiri staði sem þurfa að vera aðgengilegir fyrir fatlaða, og kynna sér hvernig þessum málum er háttað og í framhaldinu senda ábendingar til þeirra sem ráða þessum málum á hverjum stað fyrir sig. 

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert