Innritunarborðin merkt öðrum

Allt lokað í innritunarsal WOW á Keflavíkurflugvelli.
Allt lokað í innritunarsal WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/​Hari

Öll innritunarborð flugfélagsins WOW air í Leifsstöð hafa nú verið merkt öðrum flugfélögum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrrverandi innritunarsvæði WOW air á Keflavíkurflugvelli verði nýtt til að innrita farþega hjá öðrum flugfélögum.

„Það verður væntanlega notað í innritun fyrir einhver önnur félög. Ég hef ekkert heyrt að það sé neitt ákveðið. Innritunarsvæðin eru bara nýtt af þeim sem þurfa á þeim að halda,“ segir Guðjón í samtali við Morgunblaðið.

Að hans sögn hafa starfsmenn flugvallarins tekið niður auglýsingaskilti frá WOW air.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert