Íslandsmeistari málaranema velur bleikt

Guðrún Blöndal málaranemi.
Guðrún Blöndal málaranemi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Málarastarfið er skemmtilegt og möguleikarnir margir. Sjálf er ég hrifnust af fjólubláum og bleikum litum og nota þá þar sem ég get sjálf einhverju ráðið, segir Guðrún Blöndal nemi í málaraiðn við Tækniskólann.

Hún er á þriðju önn í námi sínu og lýkur Tækniskólanum nú í vor. Þá er nokkuð eftir af verknámstímanum, en árangurinn að undanförnu segir sitt um að Guðrún hefur náð góðum tökum á penslinum og hefur tilfinningu fyrir litum og formum.

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði samhliða námskynningunni Mín framtíð var Guðrún einn þriggja nemenda í málaraiðn sem kepptu í faginu. Áttu nemendurnir þá að leysa ýmsar faglegar þrautir og var ein sú að mála 1,20 x 2,20 m flöt með frjálsri aðferð, vegg í sömu stærð með þrívíddarmynd og loks mála stórt þil með múrsteinaáferð með stenslaðri áletrun. Allt þetta tók Guðrún með glans og varð Íslandsmeistari.

Sjá viðtal við Guðrúnu Blöndal í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert