Flestir atvinnubílstjórar nefna ójafnan akstur sem helsta vandamálið í umferðinni á þjóðvegi 1 á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Meirihluti nefnir einnig stopp bíla á hættulegum stöðum, glæfralegan framúrakstur, farsímanotkun, hraðakstur og umferð hjólreiðafólks.
Þetta sýnir könnun Háskólans á Akureyri, sem um er fjallað í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.