Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer hefur stefnt tónlistarhátíðinni Secret Solstice vegna sextán milljón króna skuldar, þar sem Slayer hefur enn ekki fengið greitt fyrir að koma fram á hátíðinni síðasta sumar.
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV, sem segir umboðsaðila sveitarinnar hafa stefnt bæði núverandi og fyrrverandi stjórnendum hátíðarinnar vegna rúmlega 133 þúsund dollara skuldar, eða tæpra sextán milljón króna, sem sé meirihlutinn af þóknun sveitarinnar.
Krafan féll á gjalddaga 4. júlí í fyrra og hefur ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir.
RÚV hefur eftir núverandi stjórnendum hátíðarinnar að málið sér óviðkomandi og þá er málið sagt verða tekið fyrir í borgarráði í næstu viku, en Reykjavíkurborg styrkir hátíðina.