Það að flytja inn ferskt ófrosið kjöt með allri þeirri sýklalyfjaónæmu flóru sem þá kæmi á færibandi er álíka viturleg ákvörðun og að segja handþvott á spítölum óþarfan, að mati Vilhjálms Ara Arasonar læknis.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að kjöt og kjúklingar geti í allt að helmingi tilvika verið smituð af sýklalyfjaónæmum flórubakteríum; það er í öðrum hverjum kjötbita eða kjúklingi.