Göngugarpar í Reykjavík geta með litlum vandkvæðum þverað götur bæjarins oft og mörgum sinnum án þess að fara tvisvar yfir sömu gangbrautina, en verið er að koma nýjum gangbrautarljósum fyrir á Suðurgötu í námunda við HÍ.
Fyrir eru á þeirri götu þrenn gangbrautarljós; við Starhaga, Hjarðarhaga og Guðbrandsgötu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þá er einnig mikill fjöldi gangbrautarljósa á Snorrabraut en sem dæmi eru um 80 metrar á milli ljósanna við Hverfisgötu og þeirra sem standa við Laugaveg og 78 metrar á milli ljósanna við Laugaveg og þeirra við Grettisgötu. Þá eru 74 metrar á milli ljósa við Flókagötu og þeirra sem finna má við Egilsgötu.