Ráðherrann fengi að fara til útlanda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir að magnað hafi verið að fylgj­ast með upp­hafi umræðu um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son hafi sett út á það að hann væri stadd­ur er­lend­is.

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, hafi bent á það að Sig­mund­ur væri er­lend­is á veg­um Alþing­is ásamt fleiri þing­mönn­um. Guðlaug­ur Þór hafi sagt að samið hefði verið um það við for­ystu Miðflokks­ins að málið yrði tekið fyr­ir í dag.

Þetta seg­ir Sig­mund­ur að sé rétt. En það hafi verið til þess að ut­an­rík­is­ráðherra gæti farið til út­landa. „Um hvað samdi hann? Að umræðunni yrði flýtt svo hann, ráðherr­ann, fengi að yf­ir­gefa umræðuna til að fara til út­landa!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert