Minni mygluskemmdir

Ástandið var ekki eins slæmt og rannsókn benti til.
Ástandið var ekki eins slæmt og rannsókn benti til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkið sæk­ist nokkuð vel og er á áætl­un. Við stefn­um á að klára fyr­ir nýtt skóla­ár,“ sagði Kristján Sig­ur­geirs­son, verk­efna­stjóri, um fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­skóla.

„Þetta lít­ur miklu bet­ur út en rann­sókn­ir sem gerðar voru gáfu til kynna. Það er okk­ur í hag.“ Myglu­skemmd­ir í skóla­hús­inu reynd­ust minni en talið var í upp­hafi.

Tölu­vert mikið hafði lekið með glugg­um á aust­ur­hlið aust­asta húss skól­ans, þar sem bóka­safnið er. Glerið var illa þétt en glugg­arn­ir í góðu standi og eng­inn fúi í þeim. Þar er verið að glerja upp á nýtt og er verkið um það bil hálfnað.

Kennsla 2.-7. bekkj­ar fer fram í Laug­ar­dal og sjá sex rút­ur um að flytja nem­end­urna til og frá skóla. 1. bekk er kennt í fær­an­leg­um skóla­stof­um við skól­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert