Fleiri góðir dagar í fyrra í Landeyjahöfn

Góð skilyrði til dýpkunar í Landeyjahöfn voru í 336 klst. …
Góð skilyrði til dýpkunar í Landeyjahöfn voru í 336 klst. árið 2018 en hafa einungis verið í 61 klst. í ár. Hér sést Herjólfur sigla inn í Landeyjahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Góð skilyrði til dýpkunar í Landeyjahöfn, í klukkustundum talin, voru fimm sinnum fleiri í fyrra en í ár, miðað við tímabilið 1. mars til 7. apríl. Góð skilyrði voru í 336 klst. árið 2018 en hafa einungis verið í 61 klst. í ár. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að höfnin hefur ekki opnað. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar

Bæjarráð Vestmannaeyja bókaði um daginn að þolinmæðin væri á þrotum varðandi vanræði í samgöngum milli Landeyjahafnar og Eyja. Taldi bæj­ar­ráðið að illa hafi gengið að dýpka Land­eyja­höfn og vildi að Vega­gerðin tæki fast­ar á mál­inu, auk þess sem raun­hæf áætl­un væri lögð fram um hve fljótt verði hægt að opna höfn­ina.

Mögulegt er að höfnin opnist á næstu dögum þar sem skipið Björgun vann að dýpkun hafnarinnar í nótt og verður áfram í dag. Hins vegar er ekki víst að Herjólfur geti siglt frá Landeyjahöfn þrátt fyrir að dýpið verði nægilegt því spáin er ekki góð næstu daga. Til að mynda spáð á fjórða metra ölduhæð um helgina. 

Bent er á að höfnin hafi verið opin vegna dýpis 18. mars síðastliðinn en ekki var fært þann dag vegna veðurs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka