Hóta Icelandair hótel lögsókn

Kröfuganga hótelstarfsmanna Eflingar.
Kröfuganga hótelstarfsmanna Eflingar. mbl.is/Hari

Efl­ing stétt­ar­fé­lag for­dæm­ir harðlega þá ákvörðun Icelanda­ir hót­el að draga laun af starfs­mönn­um vegna verk­falla sem þeir tóku ekki þátt í. Efl­ing skor­ar jafn­framt á hót­elkeðjuna að leiðrétta mis­tök­in taf­ar­laust. Hót­elkeðjunni ber að bæta starfs­mönn­um upp launam­issi ásamt drátt­ar­vöxt­um og veita þeim jafn­framt af­sök­un­ar­beiðni.

Icelanda­ir hót­el tóku ákvörðun um að draga laun af öll­um þeim starfs­mönn­um sem vinna störf sem féllu und­ir verk­fallsaðgerðir stétt­ar­fé­laga í síðasta mánuði, óháð því hvort viðkom­andi starfs­menn hefðu verið á vakt þá daga sem verk­fallsaðgerðirn­ar stóðu yfir.

„Efl­ing hafn­ar al­farið til­raun­um hót­elkeðjunn­ar til að skjóta sér und­an ábyrgð á mál­inu. Full­trúi keðjunn­ar hef­ur hermt upp á starfs­menn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf. Slíkt á sér enga stoð í veru­leik­an­um. Efl­ing gaf út ít­ar­leg­ar skrif­leg­ar leiðbein­ing­ar um rétt á greiðslum úr vinnu­deilu­sjóðum og þar kem­ur slíkt hvergi fram. Skýr­ing­ar hót­els­ins stand­ast því enga skoðun og eru yfir­klór,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Efl­ingu.

Icelandair Reykjavik Consulate hótel í Hafnarstræti.
Icelanda­ir Reykja­vik Consula­te hót­el í Hafn­ar­stræti. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, seg­ir þetta sví­v­irðilega fram­komu. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krón­ur af fólki sem er á lægstu laun­un­um. Það er hreint með ólík­ind­um að hót­elkeðjan skuli grípa til þess­ara ráðstaf­ana og við mun­um bregðast við af fullri hörku.“

Efl­ing mun gera kröfu á Icelanda­ir hót­el að greiða starfs­mönn­un­um sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyr­ir dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert