Minna flogið og keyrt

Samkvæmt útreikningum á kolefnisspori Stjórnarráðsins hefur flug starfsmanna erlendis mestu …
Samkvæmt útreikningum á kolefnisspori Stjórnarráðsins hefur flug starfsmanna erlendis mestu loftslagsáhrifin eða 67% af heildarlosun þess. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðsins var samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Dregið verður úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í allri starf­semi Stjórn­ar­ráðsins auk þess sem öll los­un verður kol­efnis­jöfnuð þegar í ár og meira til. Stefn­an tek­ur til allra tíu ráðuneyta Stjórn­ar­ráðsins og Rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðsins auk þess sem gerðar eru kröf­ur til rík­is­stofn­ana um aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Mark­miðið með lofts­lags­stefn­unni er að Stjórn­ar­ráðið verði til fyr­ir­mynd­ar í lofts­lags­mál­um og bindi meiri kolt­ví­sýr­ing en það los­ar. Stjórn­ar­ráðið mun draga úr los­un sinni á CO2 sam­tals um 40% til árs­ins 2030 með því að leggja sér­staka áherslu á eft­ir­far­andi þætti í starf­semi ráðuneyta:

  • flug­ferðir er­lend­is og inn­an­lands með áherslu á fjar­fundi og breytt vinnu­lag.
  • ferðir starfs­manna til og frá vinnu með vist­væn­um sam­göng­um.
  • akst­ur á veg­um ráðuneyta - með end­ur­nýj­un eig­in bif­reiða og kröf­um til bíla­leiga og leigu­bíla um bif­reiðar án jarðefna­eldsneyt­is.
  • úr­gang - með minni sóun og auk­inni flokk­un.
  • orku­notk­un - með orku­sparnaðaraðgerðum.
  • máltíðir í mötu­neyt­um.

„Lofts­lags­stefn­an gild­ir til árs­ins 2030 og er ekki ein­ung­is ætlað að hafa bein áhrif á þá starf­semi sem und­ir hana fell­ur held­ur einnig marg­feld­isáhrif. Stjórn­ar­ráðið mun gera samn­inga við bíla­leig­ur um að nýta vist­hæfa bíla og jafn­framt verður óskað sér­stak­lega eft­ir vist­hæf­um leigu­bíl­um. Þróuð verður vef­lausn sem veit­ir upp­lýs­ing­ar um kol­efn­is­spor mis­mun­andi flug­leiða og teng­ir los­un­ar­töl­ur úr flug­ferðum við mark­mið um sam­drátt í los­un. Þannig fæst nauðsyn­leg yf­ir­sýn yfir los­un vegna flug­ferða sem er for­senda þess að geta dregið mark­visst úr henni. Lausn­in mun jafn­framt nýt­ast stofn­un­um rík­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að los­un Stjórn­ar­ráðsins sé lít­il í stóra sam­heng­inu en lofts­lags­stefn­an sjálf hafi áhrif langt út fyr­ir það. „Hún set­ur markið og eyk­ur eft­ir­spurn eft­ir lofts­lagsvæn­um lausn­um. Lofts­lags­stefn­an bein­ir jafn­framt kast­ljós­inu að mik­il­vægi þess að stofn­an­ir og fyr­ir­tæki hugsi um kol­efn­is­spor sitt og setji sér lofts­lags­stefnu.“

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um á kol­efn­is­spori Stjórn­ar­ráðsins hef­ur flug starfs­manna er­lend­is mestu lofts­lags­áhrif­in eða 67% af heild­ar­los­un þess. Þar á eft­ir koma ferðir starfs­manna til og frá vinnu (16%), akst­ur á veg­um ráðuneyta (7%), los­un frá mötu­neyt­um (5%), flug starfs­manna inn­an­lands (3%), los­un vegna þess úr­gangs sem til fell­ur (1%) og loks orku­notk­un (1%).

Starfs­menn fá raf­hjól og dregið úr kjöti

Lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðsins fylg­ir aðgerðaáætl­un fyr­ir árin 2019-2021 en við vinnslu stefn­unn­ar gripu ráðuneyt­in strax til fjöl­breyttra aðgerða. Starfs­mönn­um voru boðin af­not af raf­hjól­um til reynslu og aðgang­ur að deili­bíl, notk­un á einnota drykkjar­mál­um var hætt og flokk­un líf­ræns úr­gangs komið á í öll­um ráðuneyt­um.

Þá var hugað að kol­efn­is­spori máltíða í mötu­neyt­um starfs­manna og hlut­ur græn­met­is og fisks auk­inn með það í huga að draga úr neyslu á rauðu kjöti þar sem það veld­ur meiri los­un kolt­ví­sýr­ings en aðrir fæðuflokk­ar.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ir í til­kynn­ingu:

„Það er mik­il­vægt að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir kol­efnis­jafni starf­semi sína en við meg­um þó aldrei gleyma því að stóra verk­efnið er að draga úr los­un. Gildi lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðsins er ekki síst að styðja við viðleitni sem flestra til að draga úr los­un og sóun og senda já­kvæð skila­boð út í sam­fé­lagið.“

Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðsins er ein af aðgerðunum í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um. Í frum­varpi um breyt­ingu á lög­um um lofts­lags­mál sem um­hverf­is- og auðlindaráðherra mælti fyr­ir á Alþingi í síðustu viku er gert ráð fyr­ir að Stjórn­ar­ráð Íslands, all­ar stofn­an­ir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu rík­is­ins verði skyldug til að setja sér lofts­lags­stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert