Þingvallanefnd braut jafnréttislög

Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður lagði málið fyrir kærunefnd jafnréttismála, sem …
Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður lagði málið fyrir kærunefnd jafnréttismála, sem hefur úrskurðað henni í hag.

Þingvallanefnd braut jafnréttislög þegar Einar Á. E. Sæmundsen var skipaður þjóðgarðsvörður í október í fyrra. Vilhjálmur Árnason varaformaður nefndarinnar staðfestir í samtali við mbl.is að svohljóðandi úrskurður hafi borist frá kærunefnd jafnréttismála í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Nefndin fundar á morgun og reiknar Vilhjálmur með því að þar verði sest yfir málið, en hann hafði ekki náð að kynna sér forsendur úrskurðarins almennilega þegar blaðamaður hafði samband. 

„Við munum fara yfir það, hvernig þetta gat gerst,“ segir Vilhjálmur.

Skipan Einars í stöðuna olli nokkru ósætti og meðal annars því að Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar sagði sig úr Þingvallanefnd, en Oddný var einn þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starfið.

Ólína gagn­rýndi ráðning­una op­in­ber­lega og sagði að fram hjá sér hafi verið gengið vegna ald­urs og kyns þrátt fyr­ir að hún hefði meiri mennt­un og meiri og víðtæk­ari stjórn­un­ar­reynslu en sá sem ráðinn var.

Þá vakti hún at­hygli á því að einn nefnd­ar­manna, Páll Magnús­son þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði aldrei hlýtt á fram­sög­ur um­sækj­enda held­ur mætt að þeim lokn­um og verið bú­inn að gera upp hug sinn.

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert