Bjarg og Blær byggi þriðjung nýrra íbúða

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sér fyrir sér að Bjarg íbúðafélag og fyrirhugað húsnæðisfélag, Blær, geti byggt 600-800 íbúðir á ári. Til samanburðar sé áætlað að byggja þurfi 1.800 til 2.200 íbúðir á ári.

Samkvæmt þessum tölum gætu félögin tvö því verið með um og yfir þriðjung nýrra íbúða á landinu.

Ragnar Þór kveðst aðspurður sjá fyrir sér að ríkið geti lagt til eiginfjárlán vegna íbúða sem byggðar eru á vegum Blæs. Rætt hefur verið um að slík lán geti orðið 15-30% af kaupverði og þannig stutt við tekjulága.

Hann segir af ef fyrirhuguð áform rætast muni það leiða til breytingar á íslenskum húsnæðismarkaði.

Vegi á móti sveiflum

„Við sjáum fyrir okkur að Blær geti eins og Bjarg gegnt sveiflujöfnunarhlutverki fyrir byggingariðnaðinn. Að það sé eitthvert félag sem er fjármagnað og hafi burði til þess að skrúfa frá einum framkvæmdakrana þegar einhverjar aðrar forsendur í efnahagslífinu skrúfa fyrir aðra,“ segir Ragnar Þór í umfjöllun um möguleg áhrif félagsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert