Efnistaka til framtíðar

Malarnám í Ingólfsfjalli.
Malarnám í Ingólfsfjalli. mbl.is/RAX

Fossvél­ar á Sel­fossi og eig­end­ur Þór­ustaðanámu í Ing­ólfs­fjalli hyggj­ast stækka náma­svæðið í fjall­inu um 11,3 hekt­ara og verði það alls um 34 hekt­ar­ar. Fyr­ir­hugað er að vinna 27,5 millj­ón­ir rúm­metra af malar­efni á nýja náma­svæðinu næstu 30 ár.

Magnús Ólason, fram­kvæmda­stjóri Fossvéla, seg­ir að með stækk­un vinnslu­svæðis­ins sé verið að tryggja efnis­töku til framtíðar og búa í hag­inn svo fyr­ir­tækið verði til­búið að mæta þörf vegna stór­fram­kvæmda í sam­fé­lag­inu næstu ár og ára­tugi. Hann nefn­ir vega­fram­kvæmd­ir í því sam­bandi, meðal ann­ars breikk­un Suður­lands­veg­ar og bygg­ingu nýrr­ar Ölfusár­brú­ar.

Ferli vegna mats á um­hverf­isáhrif­um er að hefjast og eru drög að til­lögu að matsáætl­un fyr­ir efnis­töku­svæðið kynnt á vefsíðum EFLU og Fossvéla, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert