Mjaldrarnir verða fluttir í sérbúnum vörubílum

Litla-Hvít og Litla-Grá fljúga til Keflavíkur, verður ekið um borð …
Litla-Hvít og Litla-Grá fljúga til Keflavíkur, verður ekið um borð í Herjólf sem siglir með þá til Vestmannaeyja. Hvalirnir munu búa í Klettsvík til æviloka. Líklegt er að margir sæki Eyjar heim til að skoða þá. Ljósmynd/Sea Life Trust

„Við tökum við þeim um leið og þeir lenda og verðum með tvo vörubíla sem við erum búin að breyta töluvert til þess að auðvelda flutninginn frá Keflavík til Vestmannaeyja.“

Þetta segir Sigurjón Ingi Sigurðsson, deildarstjóri sérlausna hjá TVG Zimsen í Morgunblaðinu í dag, spurður hvernig fyrirtækið muni annast flutning tveggja mjaldra frá Keflavíkurflugvelli að athvarfi þeirra í Vestmannaeyjum.

Hann segir bílana sem eru 13,6 metrar að lengd, hafa verið styrkta svo þeir þoli þyngd tankanna sem mjaldrarnir munu verða í og að gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að hægt sé að skorða kerin vel. „Svo er búið að auka loftflæði inn svo það verði nægilegt súrefni fyrir þá,“ segir Sigurjón Ingi ennfremur og bætir við að bílarnir verði skilgreindir sem sóttkví og aðgangur að flutningsrýminu mjög takmarkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert