Vilja glugga af öryggisástæðum

Tónlistarskóli Árnesinga hugar að velferð nemenda sinna.
Tónlistarskóli Árnesinga hugar að velferð nemenda sinna.

Tónlistarskóli Árnesinga sendi Sveitarfélaginu Árborg formlega beiðni um að fá glugga í hurðir á kennslustofum til varnar gegn kynferðisáreitni/-ofbeldi. Í bréfi skólans til sveitarfélagsins segir að umsóknin sé send með öryggi nemenda og kennara að leiðarljósi.

„Umræða um kynferðisáreitni/-ofbeldi gagnvart börnum hefur opnast á liðnum árum og er það vel. Um leið hefur meðvitund um aðstæður sem geta ýtt undir kynferðisáreitni/-ofbeldi aukist. Tónlistarkennarar eru mjög meðvitaðir um þá viðkvæmu stöðu sem þeir og nemendur þeirra eru í í einkatímum, þar sem kennsla fer fram maður á mann bak við luktar dyr,“ segir í bréfi skólans.

Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans, segir í Morgunblaðinu í dag að ekkert sérstakt atvik hafi komið upp sem valdi því að verið sé að óska eftir gluggum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert