Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu

Hjúkrunar- og dvalarheimilið er sjálfseignarstofnun. Sveitarfélögin og Samband borgfirskra kvenna …
Hjúkrunar- og dvalarheimilið er sjálfseignarstofnun. Sveitarfélögin og Samband borgfirskra kvenna eru aðalbakhjarlar þess. mbl.is//Theodór Kr. Þórðarson

Stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða við undirbúning fjárlaga komandi árs, afstöðu sína til tillagna um fjölgun hjúkrunarrýma innan núverandi húsnæðis heimilisins. Þá eru þingmenn kjördæmisins hvattir til að leggja málinu lið, samfélaginu til heilla.

Stjórn Brákarhlíðar hefur á undanförnum vikum og mánuðum talað fyrir óskum um fjölgun hjúkrunarrýma sem hún telur unnt að útbúa innan núverandi húsnæðis. Hefur heilbrigðisráðuneytið hafnað þeim, meðal annars vegna skorts á fjárheimildum.

Ósamræmi í málflutningi

Annars vegar er um að ræða að nota vannýtt rými til að bæta við fjórum herbergjum fyrir hjúkrunarrými sem standast alla staðla varðandi gerð og aðbúnað. Það telja stjórnendur heimilisins að hægt sé að gera fyrir verð eins en taka jafnframt fram að ekki sé farið fram á að ráðuneytið taki þátt í þeim kostnaði. Ríkið greiðir hins vegar dvalarkostnað heimilisfólks.

„Við höfum ítrekað fengið þau svör að ekki séu til peningar á fjárlögum fyrir þessari fjölgun og ekki fengið neinn ádrátt um að óskað yrði eftir fjármunum á komandi fjárlagaári. Okkur finnst ekki samræmi í málflutningi þegar rætt er um fjölgun hjúkrunarrýma í landinu með byggingu nýrra heimila að fá þessi svör,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert