Svifryk frá söndunum á Suðurlandi

Svifryk í umferðinni
Svifryk í umferðinni mbl.is/​Hari

Styrkur svifryks var verulegur í Reykjavík í gær. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum í dag og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum.

Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Síðdegis í gær voru klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra. Við Njörvasund/Sæbraut voru þau 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert