Einstaklingar hafa nýtt sér heimild sem staðið hefur til boða frá 2014 og greitt samtals 56 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán.
Frá júlí 2014 til mars á þessu ári voru einnig teknir út rúmlega 2,5 milljarðar af séreign vegna fasteignakaupa.
Þetta kemur fram í svari Ríkisskattstjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Einnig hafa 7.800 umsóknir borist um útgreiðslu eða ráðstöfun séreignar inn á lán vegna kaupa á fyrstu íbúð frá því sú leið var fyrst heimiluð 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.