60 milljónir til Bergsins

Frá undirrituninni í dag. Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handknattleiksmaður, var með …
Frá undirrituninni í dag. Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handknattleiksmaður, var með erindi á málþinginu og hvatti menn til dáða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að veita sextíu milljónum króna til Bergsins Headspace, sem er úrræði fyrir ungt fólk. 

Þetta var tilkynnt á málþingi Geðhjálpar og Bergsins sem fer fram á Grand hóteli. 

Frá vinstri: Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins, Lilja Alfreðsdóttir, …
Frá vinstri: Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins, Lilja Alfreðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar var skrifað undir viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta um að koma að fjármögnun Bergsins. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifuðu undir hana. 

Í máli Ásmundar Einars kom fram að ríkisstjórnin standi heilshugar á bak við Bergið og vilji „tengja saman stjórnsýsluna við það öfluga starf sem hér er að fara af stað“.

Sigurþóra Bergsdóttir (til vinstri) og Sigrún Sigurðardóttir stóðu að stofnun …
Sigurþóra Bergsdóttir (til vinstri) og Sigrún Sigurðardóttir stóðu að stofnun Bergsins. mbl.is/​Hari

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að um tilraunaverkefni sé að ræða. Veittar verða 30 milljónir króna á ári í tvö ár í verkefnið. 

Bergið er svo­kölluð lágþrösk­uldaþjón­usta sem bygg­ir á Headspace sem er ástr­alskt úrræði fyr­ir ungt fólk. Slík­um miðstöðvum hef­ur meðal ann­ars verið komið upp í Dan­mörku. Hug­mynda­fræðin þar bygg­ist á því að ungt fólk á aldr­in­um 12 - 25 ára geti gengið að því sem vísu að eiga kost á því að leita til ein­hvers, sama hversu stór eða lít­il vanda­mál­in eru.

Bergið Headspace verður til húsa á Suður­götu 10 í Reykja­vík. Um er að ræða þverfag­legt mót­töku- og stuðningsúr­ræði fyr­ir ungt fólk þar sem í boði verður ein­stak­lings- og áfallamiðuð þjón­usta.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert