Endurgera á hluta Hverfisgötu og Ingólfsstrætis

Endurnýja á kaflann milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis, auk lagnavinnu í …
Endurnýja á kaflann milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis, auk lagnavinnu í Ingólfsstræti. mbl.is/​Hari

Ráðist verður í næsta áfanga endurbóta Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur í sumar. Eins og kunnugt er hefur gatan verið endurgerð að stórum hluta síðustu ár en tveir neðstu hlutarnir eru enn eftir.

Að þessu sinni verður kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs endurgerður. Við þetta tækifæri munu Veitur endurnýja fráveitu- og kaldavatnslagnir í Ingólfsstræti, milli Bankastrætis og Hverfisgötu.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, hefur útboð í verkið verið auglýst og tilboð verða opnuð 23. apríl.

Verkið felur í sér að skipt verður um jarðveg í Hverfisgötu og lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Allt yfirborð götunnar verður endurnýjað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert