Undirbúa útflutning á Ísey skyri til Asíu

Ísey skyr er á leið inn á Asíumarkað.
Ísey skyr er á leið inn á Asíumarkað.

Fulltrúar Ísey útflutnings ehf. og japanska fyrirtækisins Nippon Ham hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að fyrirtækin vinni saman að markaðssetningu á skyri á nágrannamörkuðum Japans þar sem Nippon Ham hefur sterka stöðu.

Nippon Ham er stórt matvælafyrirtæki sem veltir um 1.400 milljörðum, er með 30 þúsund starfsmenn og starfsemi um allan heim, að því er fram kemur í umfjöllun um skyrútrás þessa  í Morgunblaðinu í dag.

MS valdi dótturfyrirtæki þess, Nippon Luna, til samstarfs um framleiðslu og sölu á Ísey skyri á Japansmarkaði. Reiknað er með að framleiðslan hefjist í september næstkomandi og verður skyrið kynnt á vörusýningu Nippon Ham í janúar. Ísey skyrið á síðan að vera aðalheilsuvara Nippon á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, segir að samstarfið eigi eftir að þróast. Fyrirtækin muni einbeita sér að þeim mörkuðum þar sem Nippon Ham er með sterka stöðu. Nefnir hann Suður-Kóreu, Filippseyjar, Malasíu og Indónesíu sem dæmi um slík lönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert