Fundað á ný eftir helgina

Fulltrúar iðnaðarmanna á fundi í húsi ríkissáttasemjara.
Fulltrúar iðnaðarmanna á fundi í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fund­ir sam­flots iðnaðarmanna og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara halda áfram eft­ir helgi.

„Það er skipu­lagður fund­ur á mánu­dag­inn. Það verður vinnu­helgi framund­an til að vinna í mál­um í hvor­um hópi fyr­ir sig,“ seg­ir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins. Hann vildi lítið gefa upp um stöðuna í viðræðunum.

„Það er svo sem ekki mikið að frétta, við erum búin að vera að tala sam­an og fara yfir mál­in,“ sagði Kristján sem vildi held­ur ekki segja til um hvort búið væri að kom­ast að sam­komu­lagi um ein­hver deilu­mál.

Spurður í Morg­un­blaðinu í dag hvort deiluaðilar séu eitt­hvað að þokast nær hvor öðrum seg­ir hann ekki tíma­bært að segja til um það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert