Vanmat á aðstæðum

Ocean Diamond í Reykjavíkurhöfn.
Ocean Diamond í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Styrmir Kári

Van­mat á aðstæðum var or­sök þess að farþega­skipið Oce­an Diamond rakst utan í end­ann á Norðurg­arði í inn­sigl­unni til Reykja­vík­ur í lok maí á síðasta ári, sam­kvæmt áliti sigl­inga­sviðs rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa, en málið var af­greitt frá nefnd­inni á mánu­dag.

Skemmd­ir urðu bæði á garðinum og skip­inu. Áður en siglt var inn á milli garðanna hafði skipið verið í vand­ræðum fyr­ir utan inn­sigl­ing­una og lent of langt suður frá henni.

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar seg­ir að við rann­sókn hafi komið fram að hafn­sögumaður hafi verið um borð. Hann kvað þetta hafa verið mann­leg mis­tök sem fólust í því að hafa ekki farið fjær inn­sigl­ing­unni áður en siglt var þar inn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert