„Ábyrgðin er alltaf ökumanns“

„Það hefur enginn að gera við það að vera á …
„Það hefur enginn að gera við það að vera á nöglum á höfuðborgarsvæðinu ef tíðarfarið er svona.“ mbl.is/​Hari

„Það eru páskar framundan og við horfum á langtímaveðurspá,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtalið mbl.is.

Löglegu tímabili nagladekkjanotkunar lauk í gær en Guðbrandur segir lögregluna aldrei hafa tekið hart á nagladekkjanotkun strax frá 15. apríl. „Það er vegna orðalags í reglugerðinni um að dagsetningin falli úr gildi ef akstursskilyrði krefjast vetrarbúnaðar.“

„Það gæti farið kólnandi um páskana og við horfum á veðurspá á landsvísu, enda fólk gjarnt á að fara í ferðalög. Svo horfum við á suðvesturhornið sem eitt atvinnusvæði þar sem fólk þarf jafnvel að fara yfir heiðar til ess að komast til vinnu.“

Guðbrandur segir lögregluna taka stöðuna þegar líði á mánuðinn. 

„Það má auðvitað hvetja fólk til þess að skipta um dekk, en ábyrgðin er alltaf ökumanns að vera með ökutæki búið í samræmi við aðstæður. Það hefur enginn að gera við það að vera á nöglum á höfuðborgarsvæðinu ef tíðarfarið er svona þó það sé kannski snjór á heiðum á Raufarhöfn. Það verður að horfa á þetta með skynsemi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert