Ekki vitað hverjir fengu launahækkun

Erfitt er að fá upplýsingar um hverjir fengu launahækkun með …
Erfitt er að fá upplýsingar um hverjir fengu launahækkun með ákvörðun kjararáðs 2011. mbl.is/Golli

Enn hefur ekki fengist upplýst hvaða forstöðumenn ríkisstofnanna fengu launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs 21. desember árið 2011. Hingað til hefur mbl.is aðeins fengið staðfest að laun forstjóra Landspítala hafi hækkað um 214 þúsund krónur á mánuði með úrskurði ráðsins.

Fjármálaráðuneytið hefur afhent mbl.is fundargerð kjararáðs frá 21. desember 2011 þegar umræddur úrskurður var kveðinn upp. Í fundargerðinni segir að úrskurðurinn hafi verið undirritaður og að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Haft var samband við fjármálaráðuneytið og óskað eftir fundargerðinni í kjölfar umfjöllunar mbl.is um að í úrskurði segir einnig að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Það er því með öllu óljóst hvort aðrir forstöðumenn ríkisstofnanna – og þá hverjir – fengu launahækkun með samþykkt ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert