Dóttirin fær skólavist í Hamraskóla

Hrönn Sveinsdóttir skrifaði heilbrigðisráðherra opið bréf fyrir helgi þar sem …
Hrönn Sveinsdóttir skrifaði heilbrigðisráðherra opið bréf fyrir helgi þar sem hún lýsir veikindum 11 ára gamallar dóttur sinnar, sem er m.a. með einhverfugreiningu. Stúlkan hefur verið utan skóla þar sem skólinn treystir sér ekki til að hafa hana. Borgaryfirvöld brugðust við og hefur stúlkunni verið boðin skólavist í Hamraskóla þar sem starfrækt er sérdeild fyrir einhverfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég skrifaði þetta bréf leit út fyr­ir að hún fengi enga kennslu og yrði hvergi í skóla, staðan var rosa­lega óljós. Um leið og bréfið birt­ist heyrði ég frá borg­inni,“ seg­ir Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hrönn skrifaði Svandísi Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra opið bréf sem birt­ist í Frétta­blaðinu á föstu­dag þar sem hún lýs­ir veik­ind­um ell­efu ára dótt­ur sinn­ar, sem er með ein­hverfu­grein­ingu, og glímu fjöl­skyld­unn­ar við að fá þá þjón­ustu og aðstoð sem hún þarfn­ast vegna veik­inda sinna. Stúlk­an geng­ur ekki leng­ur í skóla, þarf að bíða vik­um sam­an eft­ir fundi á barna- og ung­linga­geðdeild og for­eldr­arn­ir „vin­sam­leg­ast beðnir um að geyma“ hana heima þangað til því önn­ur úrræði eru ekki í boði.

Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs, og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, formaður vel­ferðarráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, settu sig í sam­band við Hrönn og fjöl­skyldu á föstu­dag. „Þeim fannst þetta ótækt og að það gæti ekki staðist lög að barn væri látið bíða heima svo að þau fóru á fullt að finna úrræði,“ seg­ir Hrönn.

Borg­ar­yf­ir­völd ræddu við skóla­stjórn­end­ur í Vest­ur­bæj­ar­skóla, þar sem dótt­ir Hrann­ar hef­ur stundað nám, og fart­eymi borg­ar­inn­ar, sem sjá um úrræði fyr­ir nem­end­ur með al­var­leg­an fjölþætt­an vanda í grunn­skól­um. Niðurstaðan varð sú að veita stúlk­unni skóla­vist í Hamra­skóla frá og með 6. maí. Í skól­an­um er starf­rækt sér­deild fyr­ir ein­hverfa sem ætluð er börn­um með ein­hverfu­grein­ingu.

Létt­ir, en fjölda spurn­inga enn ósvarað

Hrönn seg­ir það viss­an létti að lausn sé í sjón­máli, það eigi hins veg­ar eft­ir að skýr­ast bet­ur hvað felst í skóla­vist­inni og hvort hún henti dótt­ur Hrann­ar. „Auðvitað er það létt­ir að hugsa með sér: Ókei, þá erum við ekki ut­an­veltu utan skóla til sum­ar­frís. Mér finnst skipta svo miklu máli að hún sé í dag­legu starfi, mér finnst hræðilegt að hún sé heima að dingla sér í marg­ar vik­ur og fara svo í sum­ar­frí, það er svo vont fyr­ir mann­eskju eins og hana, sem verður óvirk svo hratt, þá er svo ógeðslega erfitt að fá hana til að gera eitt­hvað, hún fer ekki út að hitta vini eða í ein­hverj­ar tóm­stund­ir.“

Dótt­ir Hrann­ar er einnig á biðlista í Brú­ar­skóla, sér­skóla sem er rek­inn af borg­inni fyr­ir nem­end­ur í 5. - 10. bekk sem eiga við al­var­leg­an geðræn­an og til­finn­inga­leg­an vanda að etja, eiga í fé­lags- og hegðun­ar­erfiðleik­um eða eru komn­ir í vanda vegna fíkni­efna­neyslu eða af­brota. „En mér er sagt að það sé lang­sótt og muni ekki ger­ast á næst­unni.“

Ár er síðan Hrönn og fjölskyldu var vísað á barna- …
Ár er síðan Hrönn og fjöl­skyldu var vísað á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala en vand­inn hef­ur hins veg­ar auk­ist síðasta árið. „Þegar full­trú­ar skóla og BUGL hitt­ust fyr­ir um mánuði, gjör­sam­lega ráðþrota, var talað um ein­hverf­uráðgjafa. En það er eng­inn ein­hverf­uráðgjafi á BUGL,“ skrifaði Hrönn m.a. í bréf­inu sem hún sendi heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Hari

„Nógu erfitt að finn­ast maður vera mis­heppnaðasta for­eldri í heimi“

Frá því að Hrönn birti bréfið hef­ur hún fengið fjöl­mörg viðbrögð, ekki bara frá ráðherra, sem seg­ist vera að skoða málið, held­ur einnig frá for­eldr­um sem eru í svipaðri stöðu. „Það er fullt af fólki sem hef­ur neyðst til að vera með börn­in sín utan skóla því þau passa hvergi inn,“ seg­ir hún.  

Hrönn seg­ir kerfið afar flókið og að erfitt sé að hafa yf­ir­sýn yfir þau úrræði sem eru í boði. „Þetta er allt svo flókið og erfitt, ég held að það sem sam­ein­ar lang­flesta er að þau vant­ar ein­hvern til að tala við, fólk upp­lif­ir sig svo eitt og einmana í þessu, það er al­veg nógu erfitt að finn­ast maður vera mis­heppnaðasta for­eldri í heimi og eiga barn sem fólk held­ur að sé bara dóna­legt og illa upp alið og vera á sama tíma í þeirri stöðu að þú veist ekki hvert þú átt að setja barnið, það pass­ar ekk­ert utan um barnið þitt.“

Hrönn seg­ir að hún upp­lifi það stund­um svo að hún sé föst í for­ræðis­deilu milli rík­is­ins og borg­ar­inn­ar. „Og maður seg­ir bara hjálp.“

Nú er hins veg­ar út­lit fyr­ir að ákveðin lausn sé í sjón­máli fyr­ir dótt­ur Hrann­ar og fyr­ir það er hún þakk­lát, þótt það eigi eft­ir að koma í ljós hvernig skóla­vist­in í Hamra­skóla gangi. Hrönn er sömu­leiðis þakk­lát fyr­ir þau viðbrögð sem hún hef­ur fengið við bréf­inu. „Það hef­ur verið rosa­lega fróðlegt og æðis­legt að upp­lifa hvað fólk get­ur verið frá­bært því all­ir hafa verið hjálp­leg­ir og komið með nyt­sam­leg­ar ábend­ing­ar og ráð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert