Höfundalög ekki brotin

mbl.is/Árni Torfason

Kristberg Snjólfsson og Ingimundur H. Hannesson voru sýknaðir af ákæru vegna brots á höfundalögum í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þeir höfðu frá byrjun árs 2017 og fram til ársins 2018 gert höfundarvarið efni aðgengilegt almenningi með því að selja og afhenda aðgangskassa (IPTV) í gegnum Facebook-síðuna „Internet sjónvarp“.

Ákæruvaldið hélt því fram að með þessu væru þeir að koma „kaupendum í áskrift hjá erlendum aðilum þannig að kaupendur slíkra aðgangskassa gátu gert ólögmæt eintök af höfundarvörðu efni, án heimildar, án þess að inna af hendi tilskilið endurgjald til rétthafa og án heimildar til endursölu á aðgangi tekið á móti útsendingum sjónvarpsstöðva“. Þar á meðal stöðva eins og Sky Sports, BBC og HBO.

Í dómnum kemur fram að ekki hafi reynt á þetta álitamál fyrir íslenskum dómstólum áður og var við úrlausn þess litið til máls í dómstóli Evrópusambandsins frá 26. apríl 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert