Höfundalög ekki brotin

mbl.is/Árni Torfason

Krist­berg Snjólfs­son og Ingi­mund­ur H. Hann­es­son voru sýknaðir af ákæru vegna brots á höf­unda­lög­um í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Þeir höfðu frá byrj­un árs 2017 og fram til árs­ins 2018 gert höf­und­ar­varið efni aðgengi­legt al­menn­ingi með því að selja og af­henda aðgangs­kassa (IPTV) í gegn­um Face­book-síðuna „In­ter­net sjón­varp“.

Ákæru­valdið hélt því fram að með þessu væru þeir að koma „kaup­end­um í áskrift hjá er­lend­um aðilum þannig að kaup­end­ur slíkra aðgangs­kassa gátu gert ólög­mæt ein­tök af höf­und­ar­vörðu efni, án heim­ild­ar, án þess að inna af hendi til­skilið end­ur­gjald til rétt­hafa og án heim­ild­ar til end­ur­sölu á aðgangi tekið á móti út­send­ing­um sjón­varps­stöðva“. Þar á meðal stöðva eins og Sky Sports, BBC og HBO.

Í dómn­um kem­ur fram að ekki hafi reynt á þetta álita­mál fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um áður og var við úr­lausn þess litið til máls í dóm­stóli Evr­ópu­sam­bands­ins frá 26. apríl 2017, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert