Endurbætur á Kísilverksmiðjunni í Helguvík

Kísilverið stendur autt í Helguvík.
Kísilverið stendur autt í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinna þarf sér­stak­lega að kynn­ingu og sam­ráði gagn­vart íbú­um við vinnslu frummats­skýrslu svo hægt sé að reka kís­il­verk­smiðjuna í Helgu­vík í sátt við íbúa svæðis­ins. Þetta er meðal þess sem felst í matsáætl­un sem Skipu­lags­stofn­un hef­ur samþykkt vegna vegna fyr­ir­hugaðra end­ur­bóta á kís­il­verk­smiðjunni í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ.

Um er að ræða heilda­fram­leiðslu allt að 100.000 tonn­um af kísli á ári í allt að fjór­um ljós­boga­ofn­um, stækk­un og end­ur­bót­um á nú­ver­andi mann­virkj­um kís­il­verk­smiðjunn­ar til að upp­fylla skil­yrði Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um til­lögu að matsáætl­un er fjallað um heilsu, sam­ráð, sam­fé­lag, ásýnd, val­kosti, meng­un, veður, frá­veitu, grunn­vatn og vökt­un.

At­huga­semd­ir Skipu­lags­stofn­un­ar í ákvörðun sinni eru eft­ir­far­andi:

  • Skipu­lags­stofn­un tel­ur að vinna þurfi sér­stak­lega að kynn­ingu og sam­ráði gagn­vart íbú­um við vinnslu frummats­skýrslu svo hægt sé að reka verk­smiðjuna í sátt við íbúa svæðis­ins.
  • Skipu­lags­stofn­un bend­ir á að í mörg­um at­huga­semd­um al­menn­ings við til­lögu að matsáætl­un eru ábend­ing­ar frá fólki sem hef­ur fundið fyr­ir óþæg­ind­um og veik­ind­um þegar kís­il­verið starfaði. Í frummats­skýrslu þarf að gera grein fyr­ir áhrif­um kís­il­vers­ins á heilsu þar sem meg­in áhersla verði lögð á af­leidd áhrif á heilsu af loft­gæðum einkum af völd­um meng­un­ar­efna og lykt­ar frá verk­smiðjunni. 
  • Í frummats­skýrslu þarf að fjalla um mis­mun­andi val­kosti fyr­ir fyr­ir­komu­lag meng­un­ar­varna, los­un­ar og upp­setn­ingu skor­steina. Einnig þarf að fjalla um kosti þess að ræsa ekki verk­smiðjuna aft­ur sem og gera grein fyr­ir því að fram­leiðsla verði minni en fyr­ir­huguð áform uppá 100.000 tonn á ári.
  • Í frummats­skýrslu þarf að gera grein fyr­ir mögu­legri há­marks­meng­un við óhag­stæð skil­yrði.
  • Gera þarf grein fyr­ir styrk snefil­efna og hvort og þá hvernig þau geti borist út í um­hverfið. Einnig þurfi að gera grein fyr­ir grunn­gild­um viðeig­andi efna og álagsþoli svæðis­ins.  
  • Í frummats­skýrslu þarf að gera grein fyr­ir frá­veitu og hugs­an­leg­um áhrif­um á grunn­vatn vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar. Jafn­framt þarf að gera grein fyr­ir áhrif­um áætlaðra tækni­legra úr­bóta á loft­gæði, styrk og dreif­ingu efna. Einnig þarf í frummat­skýrslu að leggja mat á sam­fé­lagsþætti líkt og vinnu­markað og íbúaþróun í nærsvæði kís­il­vers­ins. Að auki þarf að fjalla nán­ar um ásýnd­ar­breyt­ing­ar vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar og sýna þarf ásýnd­ar­breyt­ing­ar frá fleiri sjón­ar­horn­um sem séu upp­lýs­andi fyr­ir íbúa í ná­lægu þétt­býli.
  • Setja skal fram til­lögu um vökt­un á áhrif­um kís­il­vers­ins á heilsu á starfs­tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert