Húsbíll fauk út af á Reykjanesbraut

Húsbíll fauk út af á Reykjanesbraut um hádegisbil. Hviður á …
Húsbíll fauk út af á Reykjanesbraut um hádegisbil. Hviður á brautinni hafa farið upp í 32 metra á sekúndu og von er á stormi með kvöldinu. Ljósmynd/Guðrún Karlsson

Ökumaður og þrír farþegar sluppu ómeidd­ir þegar hús­bíll fauk út af veg­in­um á Reykja­nes­braut, milli Valla­hverf­is í Hafnar­f­irði og ál­vers­ins í Straums­vík.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út klukk­an 12:20 og voru sjúkra­bíll og dælu­bíll send­ir á staðinn. Tölu­verðar taf­ir voru á meðan verið var að draga bíl­inn upp á veg­inn en aðgerðum er lokið að sögn varðstjóra. 

Gul viðvör­un er í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu og hef­ur vind­hraði á Reykja­nes­braut mest farið upp í 32 metra á sek­úndu. Spáð er hvassviðri eða stormi eft­ir því sem líða fer á dag­inn. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert