Kröfu um ógildingu vinningstillögu hafnað

Vinningstillaga um viðbyggingu við gamla húsið sem tekið var í …
Vinningstillaga um viðbyggingu við gamla húsið sem tekið var í notkun 1770. Kanna á fornleifar á lóðinni áður en lengra er haldið.

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu Andrúms arkitekta ehf. um að felld verði úr gildi ákvörðun forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins um að veita arkitektastofunni Kurt og Pí ehf. fyrstu verðlaun í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og um greiðslu skaðabóta vegna málsins.

Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vef nefndarinnar og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Kærunefndin ákvað í lok janúar að stöðva samningsgerð við Kurt og Pí ehf. þar sem verulegar líkur væru á því að framkvæmd hönnunarsamkeppninnar og val tillögu hefði verið ólögmæt. Í úrskurði nefndarinnar segir að þótt hún telji enn sem fyrr að annmarkar hafi verið á framkvæmd samkeppninnar af hálfu dómnefndar hafi athugun málsins ekki leitt í ljós að vinnubrögð dómnefndarinnar hafi í reynd leitt til þess að þátttakendur hafi skilið forsendur hönnunarsamkeppninnar með svo ólíkum hætti að jafnræði þeirra hafi verið raskað og brotið hafi verið gegn reglum um tilhögun hönnunarsamkeppni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert