Vilja „góða blöndu“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel ráðherra vera að vinna mjög gott verk í þess­um mál­um. Við vilj­um hafa góða blöndu af rík­is­rekstri og sér­fræðirekstri og á þeim nót­um hef­ur ráðherr­ann einnig talað.“

Þetta seg­ir Will­um Þór Þórs­son, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks, og vís­ar í máli sínu til heil­brigðisráðherra, en í Morg­un­blaðinu sl. daga hef­ur verið fjallað um liðskiptaaðgerðir og þá fjöl­mörgu sem bíða á biðlist­um eft­ir slíkri aðgerð.

Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, sagði sl. mánu­dag að rík­is­stjórn­in væri í her­ferð gegn sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­um og var þá m.a. vísað til þess hve marg­ir Íslend­ing­ar halda utan í aðgerðir. Will­um Þór seg­ist ekki kann­ast við slíka her­ferð. „Við vilj­um auðvitað að fólk fái bót meina sinna hér heima á Íslandi.“

Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir enga al­menna umræðu vera um þetta mál í þing­flokkn­um. „Meðal þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur þó auðvitað kraumað ein­hver óánægja út af þessu, en það er í sjálfu sér ekk­ert nýtt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert