350 milljónir vegna Ófærðar

Frá tökum á Ófærð.
Frá tökum á Ófærð.

RVK Studios, kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks, hefur á þessu ári fengið tæplega 350 milljónir króna endurgreiddar úr ríkissjóði vegna gerðar sjónvarpsefnis. Það er að meginhluta til vegna annars hluta framhaldsþáttanna Ófærðar.

Þetta er hæsta endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar frá 2016 þegar TrueNorth fékk tæpar 509 milljónir króna fyrir kvikmyndina Fast and the Furious 8. Upplýsingar um endurgreiðslurnar er að finna á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið umsjón þeirra með sérstökum samningi.

Endurgreiðslan til Rvk Studios er annars vegar vegna Ófærðar, um 335 millónir, og hins vegar vegna þáttanna Hálendisvaktin, um 14 milljónir króna.

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga lögum samkvæmt kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi, að því er fram kemur í umfjöllun um endurgreiðslur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert