Barnaverndarstofa vill áfrýja í máli Freyju

Freyja Haraldsdóttir segir beiðni Barnarverndarstofu um áfrýjun á dómi Landréttar …
Freyja Haraldsdóttir segir beiðni Barnarverndarstofu um áfrýjun á dómi Landréttar ekki koma sér á óvart. mbl.is/Ómar Óskarsson

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi varaþingmaður Bjartr­ar framtíðar, grein­ir frá því á Face­book-síðu sinni í dag að Barna­vernd­ar­stofa hafi óskað leyf­is til að áfrýja dómi Lands­rétt­ar, sem úr­sk­urðaði í síðasta mánuði að Barna­vernd­ar­stofa hefði mis­munað Freyju vegna fötl­un­ar.

Lands­rétt­ur snéri í mars sl. snéri við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli Freyju gegn Barna­vernd­ar­stofu, en héraðsdóm­ur hafði hafnað kröf­um Freyju um að fella úr gildi úr­sk­urð úr­sk­urðar­nefnd­ar vel­ferðar­mála frá 6. júní 2016. Þar var staðfest ákvörðun Barna­vernd­ar­stofu frá nóv­em­ber 2015 um synj­un á um­sókn Freyju um leyfi til þess að taka barn í fóst­ur.


 

Seg­ir Freyja í færslu sinni að und­an­farn­ar vik­ur hafi marg­ir komið að máli við sig og sagst ekki trúa öðru en að Barna­vernd­ar­stofa  axli ábyrgð á dómn­um, læri af inni­haldi hans og leyfi henni að halda áfram eðli­legu mats­ferli til að reyna að ger­ast fóst­ur­for­eldri.

„Mig langaði að trúa því líka en innst inni vissi ég að það yrði lík­lega ekki raun­in. Ég hef í öllu þessu ferli verið reiðubú­in að vera upp­lýs­andi og svara spurn­ing­um þeirra sem skilja illa eða bara alls ekki hvernig ég sé fyr­ir mér að fram­kvæma móður­hlut­verkið. Barna­vernd­ar­stofa hef­ur hins­veg­ar ekki sýnt vott af áhuga á að eiga við mig sam­tal/​sam­töl um áhyggj­ur sín­ar síðustu fimm ár. Þess vegna kom til þessa dóms­máls, allt annað var full­reynt.“

Barna­vernd­ar­stofa hafi vissu­lega fullt frelsi til að sækja um áfrýj­un­ar­leyfi. Freyja seg­ist þó leyfa sér að ef­ast „um fag­mennsk­una og siðferðið í því að rík­is­stofn­un gangi svo langt gegn óbreytt­um borg­ara í máli sem varðar mis­mun­un á grund­velli fötl­un­ar til rétt­látr­ar málsmeðferðar“.

Að málið tefj­ist enn frek­ar sé svo aug­ljós­lega ekki til hags­bóta fyr­ir þau börn sem bíði eft­ir góðum heim­il­um, seg­ir Freyja og birt­ir með færslu sinni skjá­skot af aug­lýs­ingu frá Barna­vernd­ar­stofu um fóst­ur­heim­ili.

Sjálf muni hún halda áfram og tak­ast á við það sem framund­an er — hvort sem komi til áfrýj­un­ar eða ekki. „Niðurstaða lands­rétt­ar er skýr og af­drátt­ar­laus. Hún mark­ar líka tíma­mót í bar­áttu­sögu fatlaðs fólks inn­an rétt­ar­kerf­is­ins. Ég treysti því ein­fald­lega að því rétt­læti sem hef­ur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ seg­ir Freyja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert