Flótti af Laugavegi

Margir kaupmenn eru ósáttir við að Laugavegur verði göngugata.
Margir kaupmenn eru ósáttir við að Laugavegur verði göngugata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sú staða sem við kaup­menn horf­um nú fram á í miðbæn­um – mér líst ekk­ert á hana,“ seg­ir Gil­bert Ó. Guðjóns­son, úr­smiður við Lauga­veg.

Marg­ir kaup­menn við Lauga­veg eru ugg­andi yfir þeim áform­um borg­ar­yf­ir­valda að breyta göt­unni í göngu­götu til fram­búðar. Gil­bert seg­ir að auð versl­un­ar­pláss á Lauga­vegi séu nú 16 og fleiri kaup­menn séu á för­um. „Ég myndi kalla þessa þróun hryðju­verk, það er ekk­ert hlustað á okk­ur hjá borg­inni.“

Fleiri kaup­menn taka und­ir sjón­ar­mið Gil­berts og kvarta und­an fram­göngu borg­ar­inn­ar. „Ef viðskipta­vin­ir okk­ar geta ekki nálg­ast versl­un­ina fyr­ir þreng­ing­um og lok­un­um þá höf­um við ekk­ert með versl­un á þess­um stað að gera,“ seg­ir Jón Sig­ur­jóns­son gull­smíðameist­ari. „Fólk er orðlaust yfir þró­un­inni. Þetta er rosa­lega sorg­legt allt sam­an,“ seg­ir Vig­dís Guðmunds­dótt­ir í um­fjöll­un um flótt­ann af Lauga­vegi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert