Gagnrýnir þjóðarsjóðinn

Þórólfur Gíslason vill nýta auðlindir skynsamlega.
Þórólfur Gíslason vill nýta auðlindir skynsamlega. mbl.is/RAX

Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga á Sauðár­króki, gagn­rýn­ir stofn­un þjóðarsjóðs svo­kallaðs í ít­ar­legu sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag. Hug­mynd­ir eru uppi um að arður af rekstri Lands­virkj­un­ar renni inn í slík­an sjóð, sem mæta eigi ófyr­ir­séðum áföll­um sem þjóðarbúið verður fyr­ir í framtíðinni.

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um þjóðarsjóðinn. Ég held að þar séu menn á villi­göt­um,“ seg­ir Þórólf­ur. „Við erum eyja úti í miðju Atlants­hafi, en við erum með stórt land með mikl­ar auðlind­ir og þurf­um ekki að hafa neina minni­mátt­ar­kennd. Það eru fiski­mið í kring­um landið, landið sjálft nýt­ist til mat­væla­fram­leiðslu og hingað koma ferðamenn. Landið er orku­ríkt, bæði varðandi há­hita og fall­vötn. Þetta veg­ur upp á móti fá­menn­inu, og veg­ur upp á móti því að við erum með mjög dýr­an aðgang að mörkuðum vegna legu lands­ins.“

Þórólf­ur bæt­ir við að nýta þurfi auðlind­irn­ar skyn­sam­lega, og þar með raf­ork­una því hún þurfi að vega upp á móti öðrum kostnaði sem Íslend­ing­ar hafi af vör­um og flutn­ingi og slíku. „Því finnst mér miklu eðli­legra að fall­ork­an sé nýtt til að auka sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins og fyr­ir­tækja og auka kaup­mátt al­menn­ings, frek­ar en að ríkið sé með ork­una á sín­um veg­um að gera ein­hvern sjóð sem ég hef mikl­ar efa­semd­ir um að menn hafi ein­hverja stjórn á, og ætli að láta verða ein­hvern ör­ygg­is­sjóð. Ég held að þetta verði bara ein­hver fram­kvæmda­sjóður. Við höld­um ekki kaup­mætti uppi í sam­fé­lag­inu nema sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins sé í lagi,“ seg­ir Þórólf­ur.

Þá tel­ur hann að menn eigi ekki að vera fikta við lagn­ingu sæ­strengs til að selja raf­magn til Evr­ópu, að því er fram kem­ur í sam­tal­inu við Þórólf í ViðskiptaMogg­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert