Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum í dag

Frá Dýrafjarðargöngum.
Frá Dýrafjarðargöngum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Slegið verður í gegn í Dýrafjarðargöngum í dag um klukkan 14:00 að viðstöddum Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Framkvæmdir hófust í júní 2017 en fyrsta sprenging var Arnarfjarðarmegin 12. september það ár og fyrsta sprenging Dýrafjarðarmegin 12. október 2018. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið ekki síðar en 1. september á næsta ári.

Verktakarnir eru Metrostav a.s. og Suðurverk ehf. og var samningur við þá undirritaður 20. apríl 2017. Samningsupphæðin er tæpir 8,7 milljarðar króna.

Lengd ganganna í bergi er 5.301 metri en vegskálar samtals 300 metrar. Heildarlengd ganganna með vegskálum er því 5.601 metri. Samtals hafa 312 þúsund rúmmetrar verið grafnir úr göngunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert