Skíðafærið á skírdag

Skíðasvæði fyrir norðan, austan og vestan eru opin í dag …
Skíðasvæði fyrir norðan, austan og vestan eru opin í dag og víðast hvar er veðrið með ágætum, þó að snjórinn sé blautur. mbl.is/Ómar

Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan og eflaust margir sem ætla sér að eyða páskafríinu á skíðum eða bretti með fjölskyldu eða vinum.

mbl.is hefur tekið saman stöðuna á opnunum skíðasvæðum landsins í dag og tengla á vefsíður skíðasvæðanna, þar sem finna má nánari upplýsingar um dagskrá og færð.

Hlíðarfjall Akureyri: Opið 9-16. „Ekkert að veðri eins og er,“ segir í tilkynningu, „léttskýjað og allir kátir.“

Seljalandsdalur Ísafirði: Opið 10-17. „Bjart stillt fallegt veður,“ segir á vefsíðu Dalanna tveggja, en Tungudalur er lokaður vegna snjóleysis. Á Ísafirði fer fram hin árlega skíðavika.

Skarðsdalur Siglufirði: Opið 10-16. Samkvæmt vefsíðu er vorfæri en brekkurnar breiðar og nægur snjór í efri hluta svæðisins, en það þarf að fara varlega á neðsta hluta þess.

Böggvisstaðafjall Dalvík: Opið 10-16 í neðri lyftubrekku og barnabrekku. Blautt færi, 11°C.

Stafdalur Seyðisfirði: Opið 10-16 í öllum lyftum. Blautt vorfæri.

Oddskarð Fjarðabyggð: Opið í byrjenda- og eittlyftu frá 11-16. Samkvæmt vefsíðu er of hvasst á toppnum til að keyra lyftu. Færi er troðinn blautur snjór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert